18 stk
Alls 1.100 m²
31 stk
Alls 4.250 m²
Nýbygging 600m²
Alls 2.500 m²
Nýbygging 550m²
Alls 1.700 m²
Nýbygging 1.200 m²
Alls 3.900 m²
Fjöldi íðbúðanna eru 31 og eru staðsettar frá annarri upp á sjöundu hæð. Gluggarnir nema við gólf sem gefur óhefta sýn annað hvort yfir Hafnarfjarðarhöfn eða gamla bæinn. Þær verða með hita í gólfum, sér loftskiptakerfi, vel er hlúð að hljóðvist og brunakerfi verður í öllu húsinu með sjálfvirku úðakerfi. Íbúðarturninn mun hafa tvær lyftur sem mun stytta til muna bið á álagstímum. Þá geta íbúar keypt sér einkastæði í bílakjallara hússins.
Byggingin mun skarta stórum bogadregnum gluggum sem ásamt rúmum þaksvölunum gefa henni sérstakt útlit og á án efa eftir að verða eitt af kennileitum bæjarins.
Skoða íbúðirHúsin sem snúa að Strandgötunni verða með hótelíbúðum og verslunarhúsnæði.
Hafnarfjörður er einstaklega heillandi fyrir ferðamenn þar sem hægt er að njóta ferðalagsins í rólegri lífstakti. Hann hefur afslappaðan og skemmtilegan bæjarbrag með möguleikann á að ganga niður á höfn, skoða í búðir eða heimsækja þann fjölda safna sem eru í nágrenninu. Auk þess eru nærri frábærir veitingastaðir, skemmtilegar gönguleiðir og gott aðgengi að samgöngum hvert sem ferðinni er heitið.
Bókasafnið verður í anda nútímabókasafna, margmiðlunarsetur sem býður uppá vinnuaðstöðu, hljóðver, bókakaffi, námskeið, fundaaðstöðu, verkstæði og fjölnotasali sem hægt verður að leigja út. Þessi starfsemi mun ekki síst nýtast minni fyrirtækjum og nemendum bæjarins. Bókasafn Hafnarfjarðar mun flytja inn í nýbygginguna á 2.hæð. Innblástur bókasafnins og margmiðlunarsetursins kemur frá Norðurlöndunum sem má nefna Deichman Bjorvika bókasafninu í Noregi, Oodi í Helsinki og Det Kongelig biblioteket í Kaupmannahöfn.
Lestu meiraHér erum við með yfirlit yfir framvindu framkvæmdanna. Á hverjum tímamótum setjum við inn fréttir.
Allar fréttir29/8/2024
Í gær var gengið frá samkomulagi bókasafns Hafnarfjarðar og 220 Fjarðar, en bókasafnið mun nútímavæðast og flytja á 2. hæð í Fjörðinn.
Lesa meira29/5/2024
Verið er að steypa veggi á 7.hæð og efstu hæð nýbyggingarinnar. Þar eru tvær glæsilegar íbúðir, 701 og 702 með gólfsíðum og breiðum gluggum og er því útsýnið stórkostlegt.
Lesa meira