Fjörður

Byggingarlist

Nýja viðbyggingin við Fjörð samanstendur af verslunarýmum á jarðhæð sem tengist við núverandi verslunarmiðstöð, hótelíbúðum á annarri til fjórðu hæð við Strandgötu, bókasafni á annarri hæð sem einnig tengist inn í núverandi verslunarmiðstöð og svo hágæða íbúðum á annarri til sjöundu hæð með kingimögnuðu útsýni í allar áttir yfir allan Hafnarfjörð. Byggingin er allt að fjórar hæðir við Strandgötuna en stallast svo í sjö hæðir til vesturs að hinum tveimur turnum verslunarmiðstöðvarinnar. Frá Strandgötunni upplifum við bygginguna sem fjögurra hæða sem fellur vel að núverandi götumynd. Á milli hótelsins og íbúðanna er þakgarður á annarri hæð, einskonar göngugata sem tengir saman hótelið, bókasafnið, íbúðir og  Strandgötuna með tröppum niður á götuna.

Sjö hæða íbúðaturninn stallast með stórum þaksvölum frá austri og suðri og er hæstur til norðurs til að hámarka sólarstundir á svölum og öðrum útirýmum.

Þök hótelbyggingarinnar og íbúðabyggingarinnar eru svokölluð «mansard» þök með kvistum, uppfærð í nútímaútlit. Eins fá byggingarnar sín sérstæðu útlit og klæðningarefni sem brýtur upp ásýnd heildarinnar í manneskjulegan skala með skírskotun til smærri bygginga gamla miðæjarins. Hótelið er klætt með rauðri álklæðningu og gulri báruklæðningu að Strandgötunni. Inngangur verslunarmiðstöðvarinnar er viðarklæddur og íbúðaturninn er klæddur með dökkri sementspkötuklæðningu að Strandgötu en ljósgrárri álklæðningu í tígulplötum í inngarði.

Stórir hringlaga þakgluggar á þakgarði veita verslunarrýmum dagsbirtu niður að  verslunargötuna á jarhæð hússins.
Bogadregnir gluggar á stölluðum þaksvölum íbúðarhlutans gefa byggingunni ákveðið sérkenni og mjúk horn draga bæði úr umfangi byggingar og vindstrengjum.

Fjörður

Íbúðir

Allar íbúðir eru með stórum gólfsíðum gluggum, en lögð er rík áhersla á að veita góða dagsbirtu og að hámarka útsýni, þar sem nóg er af slíku í hjarta Hafnarfjarðar. Efri íbúðir njóta sjávarútsýnis til suðurs og vesturs. Til austurs og norðurs er útsýni yfir gamla bæinn en á efri hæðum blasir Esjan við til norðurs. Allar íbúðir eru með svalir eða þaksvalir.

Til að hámarka útsýni úr gólfsíðu gluggum og halda stílhreinu og fáguðu útliti, er gólfhiti í öllum rýmum íbúða.  Hljóðdúkar eru í loftum með innfelldri lýsing í öllum íbúðum.

Íbúðir á 2-4 hæð eru  afhentar með föstum innréttingum, blöndunartækjum og eldhústækjum. Íbúðir eru afentar án gólfefna. Lögð er mikil áhersla á góð gæði, klassískt og fágað útlit þegar kemur að hönnun, efnisvali og frágangi  í íbúðum.
Íbúðir á 5-7 hæð eru afhentar tilbúnar til innréttingar, án gólfefna.

Dökkt og hlýlegt viðarútlit er á  innréttingum í eldhúsi og á baðherbergjum.

Eldhúsinnréttingar eru stílhreinar með engum sýnilegum höldum, innfelldar höldur eru í neðri skápum og þrýstiopnun í efri og háum skápum. Borðplata er úr möttum, grámynstruðum, hágæða kvarts náttúrusteini sem setur stóran svip á eldhúsrýmið og gefur því elegant útlit.  Í stærri íbúðum, með eldhúseyju er gert ráð fyrir helluborði með innbyggðri viftu og gufugleypi til að skyggja ekki á útsýni inn í rýmið fyrir framan eyju. Sýnileg eldhústæki, vaskar og blöndunartæki eru svört og falla einstaklega vel að hlýju viðarútliti í innréttingum.

Inná baðherbergjum er stílhrein og einföld vaskainnrétting, sem talar við eldhúsinnréttingu. Einnig er rúmgóður speglaskápur fyrir ofan vask, felldur inn í vegg á einfaldan og stílhreinan hátt.
Borðplata með innfelldum vaski er smíðuð úr vönduðum Hi-Macs akrýlstein með ljósu útliti sem tónar einstaklega vel við fallegar grá jarðlitaðar flísar inná baðherbergjum. Sturtu og handlaugartæki á baðherbergjum eru innfelld í veggi, svört með mattri áferð. Handklæðaofnar eru einnig svartir.
Í þeim íbúðum sem ekki eru sér þvottarými, er gert ráð fyrir háum tækjaskápum fyrir þvottavél og þurrkara, á baðherbergjum.  Í sama dökka viðarútliti og aðrar innréttingar.

Anddyrisskápar og aðrir skápar sem snúa inn í alrými í íbúðum, eru með sama dökka og hlýlega viðarútlit og á öðrum innréttingum. Fataskápar í herbergjum eru hvítir með mattri áferð.  Allir fataskápar eru með þrýstiopnun.