Fjörður

Nútímalegt bókasafn

Bókasöfn munu ávallt þjóna okkur sem fræðslusetur þó svo að form hinnar klassísku “pappírsbókar” verði bráðlega á undanhaldi. Sífellt eru fleiri bækur og tímarit eru að komast á rafrænt form og hlutverk margmiðlunarseturs er að fylgja þeirri þróun. Nýtt og framúrstefnulegt bókasafn mun gefa aðgengi sinna viðskiptavina að nýjum miðlum ásamt því að heiðra form bókarinnar sem hefur verið okkar helsta uppspretta þekkingar í gegn um aldirnar.

Í dag nýtast bókasöfn sem samkomustaður sem bjóða uppá vinnuaðstöðu, hljóðver, bókakaffi, námskeið, fundaraðstöðu, verkstæði og fjölnotasali sem hægt er að leigja út fyrir viðburði og ráðstefnur.

Innblástur

Innblástur bókasafnins og margmiðlunarsetursins kemur frá Norðurlöndunum sem má nefna Deichman Bjorvika bókasafninu í Noregi,  Oodi í Helsinki og Det Kongelig biblioteket í Kaupmannahöfn.

Fjörður

Bókasafn Hafnarfjarðar

Bókasafn Hafnarfjarðar mun flytja inn á 2. hæð Fjarðar  í 1.700 m2 glæsilegt húsnæði.  Þessi starfsemi mun ekki síst nýtast minni fyrirtækjum og nemendum bæjarins þar sem verður í boði einstök vinnuaðstaða og úrval fjölnotasala.

Þaraf verður 550 m2 í nýbygginunni og um 1.200 m2 í endurnýjuðu húsnæði Fjarðar. Unnið er hörðum höndum að hönnun bókasafnisins svo að það sé sem best úr garði gert til þess að mæta kröfum nútímans um aðgengi að fræðslu og afþreyingu.