í aðeins 5 mínútna göngufæri má finna mörg hugguleg kaffihús/bakarí eins og Kökulist, Brikk, Pallett, Norðurbakkinn & Stúfustinn
Í nýju leiðaneti eru skilgreindar tvær megingerðir leiða: Stofnleiðir og almennar leiðir. Stofnleiðirnar verða sjö talsins og munu tengja sveitarfélög og stærstu hverfi
höfuðborgarsvæðisins.
Skemmtun og menningarviðburðir fyrir alla aldurshópa í göngufæri. Þar má nefna, Bæjarbíó þar sem má finna tónleika, leikrit eða uppistand. Hafnarborg sem er menningarperla Hafnarfjarðar. Á Thorsplani eru viðburðir allan ársins hring.
Í Hafnarfirðir eru margir fjölbreyttir og líflegir veitingastaðir þar má nefna, Krydd, Von, Rif Restaurant, Ahansen, Kænan og Tilvera meðal annars.
Öll þjónusta á einum stað. Á fyrstu hæð nýbyggingarinnar verður matvöruverslun, pósthús, verslanir og önnur þjónusta. Í Norður turni Fjarðar verður Heilsugæslan áfram.
Hjá Golfklúbbnum Keili eru tveir golfvellir, Hvaleyrarvöllur sem er 18 holu keppnisvöllur og Sveinskotsvöllur sem er 9 holu völlur sem hentar sérstaklega byrjendum og yngri spilurum.
Í Hafnarfirði er einkar ríkt íþróttastarf þar sem fólk á öllum aldri getur fundið starfsemi sem fellur að áhugasviði þess.
Golfklúbburinn Keilir er með á 18 holu hring á Hvaleyrarvellinum og 9 holu hring á Sveinskotsvelli, ásamt fullbúnu æfingasvæði í Hraunkoti og golfhermum.
Þá eru tvö stór íþróttafélög í Hafnarfjarðarbæ, Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) og Knattspyrnufélagið Haukar sem er staðsett á Völlunum. En félögin eru með knattspyrnu, handbolta, körfubolta, karate, skák og frjálsar íþróttir.
Siglingaklúbburinn Þytur er með fjölbreytt og skemmtilegt félagsstarf og siglinganámskeið fyrir börn og fullorðna
Alls eru þrjár sundlaugar í Hafnarfirði: Ásvallalaug, Sundhöll Hafnarfjarðar og Suðurbæjarlaug
Á Víðistaðatúni má finna bæði tennisvöll og frisbígolfvöll.
Einnig má finna margar hlaupa- og hjólaleiðir í Hafnarfirði.
Bæjarfjall Hafnfirðinga er móbergsstapi sem ber heitið Helgafell. Fellið er mjög vinsælt til útivistar og hefur góða gönguleið upp. Útsýnið á toppnum er alveg einstakt og hægt að glöggva sig á fjallahringnum með aðstoð útsýningarskífunnar þar. Einnig er áhugaverð gönguleið í kring um Helgafellið þar sem hægt er að njóta margbreytilega fellsins.
Annar staður sem er vinsæll til útivistar er Hvaleyrarvatn. Á góðviðrisdögum buslar fólk í vatninu, æfir sig á kajak eða nýtur þeirra göngu- og hjólaleiða sem eru í kring um vatnið. Svæðið er vel vaxið skógi sem gerir veðurfarið mjög lyngt. Yfir vetrartímann breytist vatnið svo í dásamlegt skautasvell og þeir fjölmörgu stígar umhverfið það verða gönguskíðabrautir.
Í hjarta Hafnarfjarðar er síðan Hellisgerði sem er einstök vin þar sem tilvalið er að fara í lautarferð eða tylla sér á einn af fjölmörgu bekkjunum þar og glugga í bók.