Allir veggir eru nú reistir á 5. hæð og plötu 6. hæðar er verið að steypa í dag, föstudaginn 12. apríl. Þá er áætlað að uppsteypa á íbúðarhlutanum og þar með öllu verkefninu ljúki í maí 2024.
Hótelið er full reist og búið er að loka þakinu. Einnig er búið að setja glugga í hluta af hótelbyggingunni og verið er að vinna í innanhúsfrágangi.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá skoðunarferð dagsins, en á samfélagsmiðlum Fjarðar er hægt að sjá fleiri myndbönd frá skoðunarferðinni hér.