Til baka

Hótelið er farið að taka á sig mynd

17/2/2025

Fjörður

Hótel byggingin er farin að taka á sig mynd að utan, en búið er að klæða húsið í fallegri gulri báruklæðningu og rauðri álklæðningu.

Hótelið verður á 2-4. hæð í L-laga byggingu sem snýr að Strandgötu. Þar verða samtals 18 hótelíbúðir í mismunandi stærðum allt frá 26 fm að 55 fm.

Búið er að flísaleggja baðherbergin og verið er að leggja parket á gólfinu. Samvkæmt áætlun verða innréttingar settar upp í byrjun mars.

Vonir standa til þess að hótelið verið komið í útleigu sumarið 2025.

 

Drög –  hótelíbúð

Drög – baðherbergi í hótelíbúðum

Búið er að parketleggja 4 íbúðir

Flísar á baðherbergjum

2.hæð

3. hæð

4.hæð

Tekið frá Strandgötu

Reisugilli bókasafn Hafnarfjarðar

Útsýnið frá efstu hæðinni

Platan á 6. hæð steypt í dag