Til baka

Innréttingar komnar upp á 2.–4. hæð

13/5/2025

Fjörður

Framkvæmdir halda áfram af krafti og nú eru innréttingarnar langt komnar á 2.–4. hæð. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar af VOKE-III og litaþemað einkennist af glæsilegri dökkri eik sem skapar hlýlegt og nútímalegt yfirbragð.

Í eldhúsunum má finna innbyggða ísskápa og uppþvottavélar en öll heimilistækin eru frá hinu virta vörumerki AEG. Borðplötur eru úr ljósum og endingargóðum quartz steini sem sameinar fagurfræði og notagildi.

Á flísalögðum baðherbergjum eru rúmgóðar innréttingar og speglaskápar sem tryggja bæði hreint útlit og góðar hirslur.

Þá eru innréttingarnar fyrir 5-7.hæð í pöntunarferli.

 

Hótelið er farið að taka á sig mynd

Reisugilli bókasafn Hafnarfjarðar

Útsýnið frá efstu hæðinni