Til baka

Ljósleiðarinn gerir flutninginn einfaldari – með innflutningsgjöf!

22/10/2025

Fjörður

Nýir íbúðareigendur geta tengst Wi-Fi strax við afhendingu og notið hraðs, öruggs og stöðugs internets án fyrirhafnar. Ljósleiðarinn býður nýjum íbúðareigendum fría nettengingu í allt að tvo mánuði og að auki fylgir nýr Wi-Fi 6E router frá Nokia – Beacon 10 sem innflutningsgjöf.

Beacon 10 nýtir nýjustu tækni á þremur tíðnisviðum (2.4, 5 og 6 GHz) og tryggir stöðugt og hraðvirkt net um allt heimilið. Routerinn sér sjálfur um að stilla sig að notkun heimilisins og finna skilvirkustu leiðina. Hann tengir einnig tæki á rétt tíðnisvið svo hraðinn dreifist jafnar. Nýir íbúðareigendur geta því verið áhyggjulausir með Ljósleiðaranum í gegnum flutningana.

 

Sala íbúða er hafin

Innréttingar komnar upp á 2.–4. hæð

Hótelið er farið að taka á sig mynd